WordPress námskeið

Námskeiðið hefst 4. mars 2025 og er alla þriðjudaga í 4 vikur frá kl. 20:00-22:00
Skrá mig á námskeiðið

4 af 5 plássum laus.

Kennari: Bergur Ingi

8 KLST.

4 DAGAR

89.900 KR.*

 *Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Kannaðu rétt þinn hjá þínu stéttarfélagi.

Á þessu námskeiði verður farið yfir grunn atriði WordPress og við munum búa til síðu með Elementor.

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja komast hratt af stað í vefsíðugerð. Þátttakendur læra að setja upp eigin vefsíðu frá grunni með WordPress vefumsjónarkerfinu og enda á því að setja vefinn upp á eigin hýsingu.

Vefsíðugerð er orðið mjög vítt hugtak í dag. Mikil þróun hefur átt sér stað síðasta áratuginn á því sviði og teygir vefsíðugerð anga sína í margar áttir þ.á.m. hönnun, forritun, umsjón, markaðssetningu o.fl. WordPress hefur staðist þolraunir þessarar þróunar með mikilli prýði og keyrir drjúgan hluta af vefsíðum internetsins í dag, og ekki af ástæðulausu. WordPress er mjög sveigjanlegt á þann hátt að hægt er að nota það sem umsjónarkefi fyrir vefsíður, vefverslanir, blogg, samfélagssíður og margt fleira. En það er einnig einfalt í notkun og gerir fólki kleyft að smíða alvöru vefsíður án þess að þurfa að kunna forritun eða vefkóðun. Mörg fyrirtæki leitast eftir því að ráða starfsfólk með almenna þekkingu á WordPress. Á þessu námskeiði grisjum við leiðina að því að læra uppsetningu og viðhald vefsíðna á mjög hnitmiðaðan hátt og án ónauðsynlegra útúrdúra.

Innifalið

  • Eitt ár af Elementor pakka Vefbergs (andvirði 55.632 kr.)
  • Kennsluefni fylgir með í formi PDF
  • Aðstoð við að setja síðu upp á hýsingu og tengja lén

Hvað þarf ég að hafa?

  • Fartölvu sem keyrir á window, macOS eða linux
  • Almenna tölvukunnáttu
  • Almenna enskukunnáttu

Hvað þarf ég ekki að hafa?

  • Kunnáttu í vefkóðun (html, css, javascript, php)

Á þessu namskeiði munum við…

  • Setja upp WordPress á hýsingu
  • Finna og setja upp þema (e. Theme)
  • Búa til valmyndir (e. Menu)
  • Setja inn fréttir
  • Búa til forsíðu og undirsíður
  • Setja upp og tengja haus (e. Header) og fót (e. Footer)
  • Finna og setja upp viðbætur (e. Plugins)
  • Búa til aðgang fyrir nýja notendur og skoða aðgangsstýringu
  • Fara yfir helstu stillingarnar í bakendanum

Að námskeiði loknu, verða nemendur komnir með sinn eigin grunn að síðu og með góðan grunn til að sinna vefumsjón.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, þá máttu endilega heyra í mér – bergur[hjá]vefberg.is

Skrá mig á námskeiðið